Algengar spurningar

 

Mig langar til að skrifa sjálf/ur undir hvert kort. Get ég það ekki?

Jú, jú. Þú einfaldega eyðir út sjálfgefna textanum í neðsta boxinu.  
Smelltu hér til að sjá myndband sem sýnir þetta

Ég er búin(n) að breyta letri en sé engan mun á sýnishorninu.

Mundu að smella á „Uppfæra kort“ eftir breytingu til að sjá uppfærsluna.  
Smelltu hér til að sjá myndband sem sýnir þetta

Mér finnst línuskipting koma illa út. Get ég lagfært?

Já. Þú getur átt við línuskiptingu með því að setja bendilinn á milli þeirra orða þar sem þú vilt skipta um línu í textaboxinu og smella á línubil (Return).  

Smelltu hér til að sjá myndband sem sýnir þetta

Hvernig veit ég að kaupin hafa gengið í gegn?

Þú færð kvittun í tölvupósti fljótlega eftir kaupin.

Sendið þið út á land?

Já, auðvitað. Í pöntunarforminu þarf að velja „Sent með pósti“ fyrir aftan sendingarmáta. Þá verða kortin send á það heimilisfang sem er skráð í upplýsingum um kaupanda.  

Hvenær get ég komið og sótt?

Kortin eru tilbúin á Smiðjuvegi 18 (rauð gata) á sama tíma næsta virka dag eða strax við opnun eftir það ef sá tími er utan opnunartíma. Ef þú til að mynda pantar kort kl. 19:00 á sunnudegi eru þau tilbúin til afgreiðslu kl. 9:00 á þriðjudegi.

Eru umslög innifalin í verðinu?

Nei. Umslög eru seld sér, sjá verðlista.

Ég bý erlendis og þarf því aðstoð við að senda hverjum og einum vini á Íslandi. Getið þið aðstoðað?

Já, það getum við. Á pöntunarsíðunni velur þú „senda á hvern viðtakanda“. Þá þarf að taka fram hvort það sé innan- eða utanlands. Í þínu tilviki myndir þú setja sama eintakafjölda og pöntuð kort í reitinn „Innanlands“. Einnig þarftu að hala upp Exel-skjali með póstlistanum.

Svona setur þú Excel-skjalið upp:
Í dálk A skrifar þú fullt nafn viðtakanda. Í dálk B heimilisfang. Í dálk C póstnúmer og bæjarfélag. Í dálk D landið.

Exceldaemi

Vefhönnun Hugsa sér!