Skilmálar

KÁTKORT er vörumerki Hugsa sér ehf og Prentsmiðjunnar Viðey ehf.
KÁTKORT áskilja sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun nema annað sé tekið fram í pöntunarferlinu.

Pantanir eru sóttar í Prentsmiðjuna Viðey ehf.
Smiðjuvegi 18 (Rauð gata)
200 Kópavogi

Óski visskiptavinur eftir að láta senda sér pöntunina er henni dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. KÁTKORT bera samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Prentsmiðjunni Viðey ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Greiðslur
Allar greiðslur fyrir þjónustu KÁTRAKORTA fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitors. KÁTKORT hvorki taka á móti né geyma kortaupplýsingar, allt slíkt fer fram á greiðslusíðu Valitors sem uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi í dulkóðun og meðhöndlun skv. stöðlum kortafyrirtækjanna.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Séu greinilegir gallar í vörunni þarf að tillkynna um þá innan 7 daga. Sé tilkynnt um galla á vöru innan framgreinds frests hafa KÁTKORT rétt til bæta úr göllum. Geti KÁTKORT ekki bætt úr göllum getur kaupandi krafist endurgreiðslu. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Takmörkun ábyrgðar
Kaupandi ber ábyrgð á að prentun alls efnis sem hann útvegar í prentgripinn, sé lögleg og leyfileg. Kaupandi ber þannig ábyrgð á því að öllum innlendum og erlendum lögum, reglum og hvers konar fyrirmælum yfirvalda um notkun á efninu sé fullnægt eftir því sem við á. Kaupanda er auk þess skylt að bæta og halda KÁTUMKORTUM skaðlausum vegna allra krafna frá þriðja aðila vegna afleiðinga þess að kaupandi hefur ekki tryggt sér leyfi til notkunar efnisins eða notkun þess er að öðru leyti ekki í samræmi við lög og reglur.

Kaupandi ber ábyrgð á prófarkarlestri. Séu villur í texta er það ekki ábyrgð KÁTRAKORTA að leiðrétta þær.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Verð
Verð á vörum er staðgreiðsluverð með 25.5 % virðisaukaskatti. KÁTKORT áskilja sér rétt til að breyta verði fyrirvaralaust.

Vefhönnun Hugsa sér!